Landslið

U21 karla - Ísland mættir Norður Írum í dag, þriðjudag

Ísland er með fullt hús stiga í riðlinum

7.9.2015

Ísland leikur í dag, þriðjudag, við Norður Íra í undankeppni U21 ára landsliða karla. Leikurinn er á Fylkisvelli og hefst hann klukkan 16:30. Íslenska liðið er í efsta sæti síns riðils eftir frækinn 3-2 sigur á Frakklandi á dögunum og getur liðið náð 9 stigum með sigri á Norður Írlandi.

Norður Írar léku við Skota á dögunum og endaði leikurinn með 2-1 sigri Skota. Norður Írar eru því stigalausir og vilja væntanlega hefja stigasöfnun gegn Íslandi á morgun. 

Við hvetjum alla að mæta á Fylkisvöllinn og sjá vonarstjörnur framtíðarinnar etja kappi við Norður Íra.

Miðasala er við innganginn og kostar 1000 krónur á leikinn en frítt er fyrir 16 ára og yngri.

Áfram Ísland!

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög