Landslið
Fyrstu unglingalandsliðsmennirnir heiðraðir

Fyrsta unglingalandslið Íslands í knattspyrnu hyllt

Leikmenn fyrsta unglingalandsliðs Íslands í knattspyrnu hylltir í hálfleik á viðureign Íslands og Kasakstans á Laugardalsvelli á sunnudag

9.9.2015

Þann 22. júlí í sumar voru liðin 50 ár frá fyrsta unglingalandsleik Íslands, en árið 1965 lék unglingalandslið karla gegn Dönum í Norðurlandamótinu í Falkenberg í Svíþjóð.  Til að minnast tímamótanna bauð KSÍ leikmönnum og fararstjórum liðsins til sérstakrar móttöku á Laugardalsvelli fyrir leik Íslands og Kasakstans.

Kapparnir voru hylltir sérstaklega í hálfleik og við sama tækifæri færði Eyleifur Hafsteinsson, fyrirliði liðsins, Geir Þorsteinssyni formanni KSÍ gjöf til minningar um þennan leik sem fram fór fyrir 50 árum.

Fyrstu unglingalandsliðsmennirnir heiðraðir

/media/myndir-2015/db35976b-b1fc-47f7-b8f4-81bcf5b5d5e9.jpg

Þjálfari liðsins var Karl Guðmundsson og leikmannahópurinn var skipaður eftirtöldum köppum:

Þorbergur Atlason, Fram  
Arnar S Guðlaugsson, Fram  
Sigurður Sævar Sigurðsson, KR  
Sigurbergur Sigsteinsson, Fram  
Anton Bjarnason, Fram  
Sigurður B Jónsson, Val  
Gunnsteinn Skúlason, Val  
Eyleifur Hafsteinsson, ÍA, fyrirliði  
Ólafur Lárusson, KR  
Sævar Tryggvason, ÍBV  
Elmar Geirsson, Fram  
Magnús Guðmundsson, KR  
Halldór Einarsson, Val  
Halldór Björnsson, KR  
Karl Steingrímsson, KR  
Ragnar Kristinsson, KR  Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög