Landslið

Miðasala á Ísland – Lettland hefst föstudaginn 11. september kl. 12:00

Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 10. október kl. 16:00

10.9.2015

A landslið karla tekur á móti Lettlandi laugardaginn 10. október kl. 16:00 og er það seinasti heimaleikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2016.  Sem kunnugt er hefur sæti í úrslitakeppninni þegar verið tryggt, en leikmenn og þjálfarar liðsins stefna ótrauðir á að halda efsta sæti riðilsins til loka.

Miðasala á leikinn hefst kl. 12:00 á hádegi, föstudaginn 11. september, og fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is

Eftir eru um 5.000 miðar á leikinn en áður hafa verið seldir mótsmiðar á alla heimaleiki Íslands í keppninni.

Miðaverð

  Leikdagur/Fullt verð Forsöluverð
Svæði I (rautt svæði) 6.000 kr. 5.500 kr.
Svæði II (blátt svæði) 4.000 kr. 3.500 kr.
Svæði III (grænt svæði) 3.000 kr. 2.500 kr.

Börn 16 ára og yngri fá 50% afslátt af miðaverði og reiknast afslátturinn af fullu verði.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög