Landslið

Uppselt á Ísland - Lettland

Miðarnir seldust upp á um hálftíma

11.9.2015

Uppselt er á leik Íslands og Lettlands í undankeppni EM karlalandsliða 2016. Miðasala hófst á midi.is kl. 12:00 í dag, föstudag, eins og kynnt var á vef KSÍ í vikunni. Alls fóru um 5 þúsund miðar í sölu í dag og seldust þeir upp á um hálftíma. 

Rétt er að geta þess að að á þennan leik voru seldir miðar í J og K hólf en þau hólf eru alla jafna frátekin fyrir gestalið. Að þessu sinni tók gestaliðið ekki alla þá miða sem það hafði rétt á og því var hægt að selja miða í J og K hólf til íslenskra stuðningsmanna og þar með fjölga miðum í sölu. 

Leikurinn við Lettland er jafnframt seinasti heimaleikur Íslands í undankeppni EM en liðið er búið að tryggja sér þáttökurétt í úrslitakeppni EM í Frakklandi. Seinasti leikur liðsins í undankeppninni verður gegn Tyrklandi áður en liðið leikur svo á lokamótinu.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög