Landslið

Kvennalandsliðið með opnar æfingar

Liðið mætir Slóvakíu og Hvít Rússum á næstu dögum

14.9.2015

Kvennalandsliðið undirbýr sig af krafti fyrir komandi átök en liðið leikur við Slóvakíu (vináttuleikur) og Hvíta Rússland í undankeppni EM á næstu dögum. Að því tilefni verður liðið með opnar æfingar fyrir almenning í dag, mánudag, og á morgun. 

Liðið verður með opna æfingu á Laugardalsvelli klukkan 13:00 í dag, mánudag, og á morgun, þriðjudag, klukkan 10:30. 

Það eru allir velkomnir að mæta og sjá kvennalandsliðið undirbúa sig fyrir komandi leiki sem eru næstunni. 

Endilega mætið og takið vini ykkar með!


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög