Landslið

U19 kvenna - Ísland mætir Georgíu

Ísland leikur fyrsta leikinn í undankeppni EM í dag, þriðjudag

15.9.2015

U19 ára landslið kvenna leikur í dag fyrsta leik sinn í undankeppni EM. Það er leikið í riðli og er Ísland með Georgíu, Grikklandi og Sviss í A-riðli. 

Tvö lið úr hverjum riðli fara áfram í næstu umferð og leika í apríl í næsta riðli. Fyrsti leikur Íslands er gegn Georgíu og hefst leikurinn klukkan 15:00 að staðartíma eða 13:00 að íslenskum tíma. 

Byrjunarliðin birtast 75 mínútum fyrir leik á hlekknum hér að neðan. 

Ísland - Georgía, beint á vef UEFA. 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög