Landslið

Icelandair með hópferð á Tyrkland - Ísland

Ísland leikur lokaleik sinn í undankeppni EM í Tyrklandi

16.9.2015

Icelandair býður uppá  ferð á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni EM 2016. Boðið er uppá þriggja nátta ferð en leikurinn fer fram þann 13. október næstkomandi á Konya Buyuksehir Stadium

Hótelið sem í boði er heitir  Hótel Dundar sem er gott 4 stjörnu hótel 16km frá flugvelli.

Farið verður 11. október með beinu flugi til Konya á Tyrklandi og gist verður í þrjár nætur. Innifalið er flug, gisting, morgunverður, ferðir til og frá flugvelli og að sjálfsögðu miði á leikinn 13. október. Heimferð er 14. október kl 11 að staðartíma.

Flugupplýsingar:

Flug út 11. október kl 14:00, FI 586. Lent í Konya kl 22:45 að staðartíma.

Flug heim 14. október kl 11:00, FI 587. Lent í Keflavík kl 14:15 að staðartíma

Miðar á leikinn verða afhentir á staðnum. 

Athugið að farþegar fá sendan staðfestingarpóst við bókun. Það er það sem framvísa þarf bæði á flugvelli og á hóteli. Það kemur ekki annar tölvupóstur með flugmiðum eða hótelstaðfestingu.

Hvetjum strákana alla leið frá Íslandi til Tyrklands.

Smelltu hérna til að skoða ferðina

Upplýsingasíða um borgina KonyaMót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög