Landslið

Ísland mætir Slóvakíu í kvöld

Ísland leikur vináttleik við Slóvakíu á Laugardalsvelli

17.9.2015

Íslenska kvennalandsliðið leikur vináttuleik við Slóvakíu á Laugardalsvelli í kvöld, fimmtudag. Um er að ræða undirbúningsleik undir komandi leiki í undankeppni EM en liðið leikur fyrsta leik sinn í undankeppninni á þriðjudaginn gegn Hvít Rússum.

 Leikurinn í kvöld er mikilvægur enda fyrsti leikur liðsins í talsverðan tíma. Við hvetjum alla til að mæta á leikinn og styðja við bakið á stelpunum okkar. 

Það er flautað til leiks klukkan 18:00 og er hægt að kaupa miða á leikinn á Miða.is. Frítt er fyrir 16 ára og yngri.

Athugið að leikurinn verður sýndur beint á Sport-TV.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög