Landslið

U19 kvenna - Grikkir næstir á dagskrá

Íslenska liðið byrjaði undakeppnina með stórsigri á Georgíu

17.9.2015

U19 ára lið kvenna leikur í dag, fimmtudag, annan leik sinn í undankeppni EM. Leikurinn er gegn Grikklandi en Grikkir töpuðu fyrsta leik sínum gegn Sviss í keppninni.

 Ísland vann hinsvegar sannfærandi 6-1 sigur á Georgíu í fyrsta leiknum. Leikurinn hefst klukkan 13:00 að íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með honum beint á vef UEFA. Byrjunarliðin birtast í lýsingunni hjá UEFA 75 mínútum fyrir leik. Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög