Landslið
Marki Dóru Maríu Lárusdóttur gegn Dönum fagnað

Ísland - Slóvakía í beinni á Sport TV

Bein útsending á Sport TV í boði KSÍ

17.9.2015

A landslið kvenna mætir Slóvakíu í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld, fimmtudagskvöld, og hefst leikurinn kl. 18:00.  Leikurinn er í beinni vefútsendingu á Sport TV, í boði KSÍ.  Sport TV sýnir frá fjölmörgum knattspyrnuleikjum hér á landi á ári hverju og með þessari ráðstöfun er tryggt að knattspyrnuáhugafólk um land allt sem ekki kemst á leikinn getur séð hann í flottum gæðum á Sport TV.Um er að ræða lokaundirbúning íslenska liðsins fyrir undankeppni EM 2017, sem hefst þriðjudaginn 22. september næstkomandi, þegar liðið leikur gegn Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvellinum.  Sá leikur verður í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV.

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög