Landslið

A kvenna - Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í kvöld klukkan 18:45

Íslenska kvennalandsliðið hefur leik á EM í kvöld

22.9.2015

Kvennalandsliðið hefur leik í kvöld í undankeppni EM en fyrsti leikur liðsins er gegn Hvít Rússum. Ísland er í riðli með Makedóníu, Skotlandi Slóveníu og Hvít Rússum og það skiptir gríðarlega miklu máli að byrja undankeppnina vel. 

Ef hinn margrómaði heimslisti FIFA er skoðaður þá er Ísland hæst á listanum í 18. sæti en næst koma Skotar í 20. sæti. Fyrirfram má því búast við að þessi tvö lið komi til með að berjast um efsta sætið, sem gefur beinan þátttökurétt á lokamótinu í Hollandi. 

Hvíta-Rússland er í 49. sæti listans, Slóvenía í 64. sætinu og Makedónía nánast á botni listans eða í 117 sæti. Fyrirkomulag undakeppninnar er þannig að efsta lið hvers riðils fer beint áfram sem og 6 lið sem eru með besta árangur í 2. sæti. Tvö lið með lakasta árangur í 2. sæti fara í umspil um sæti í lokakeppninni og Holland bætist síðan við sem gestgjafi. 16 lið leika í lokakeppninni í 4 riðlum og fara 2 efstu liðin úr hverjum riðli í undanúrslit. 

Það er því mikilvægt að ná góðum úrslitum í hverjum leik enda eru markmið Íslands skýr. Að tryggja sér sæti á lokakeppni EM sem sigurvegari okkar riðils.

Smelltu hérna til að sækja veggspjald (A3) af stelpunum okkar.

Smelltu hérna til að fara á miðasölu leiksins.

Sjáumst á vellinum!Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög