Landslið

Vel mætt á landsleik 100 hjá Margréti Láru

3013 mættu á Laugardalsvöll

22.9.2015

Það var vel mætt á leik Íslands og Hvíta-Rússlands í kvöld en 3013 mættu á leikinn og studdu vel við bakið á stelpunum okkar. Stuðningsmannafélagið Tólfan lét ekki sitt eftir liggja og fjölmennti á leikinn og var stemningin í stúkunni hreint út sagt frábær. 

Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði, náði þeim merka áfanga í kvöld að spila sinn hundraðasta leik fyrir kvennalandsliðið og fékk hún gullið tækifæri til að skora í leiknum úr vítaspyrnu en því miður fór boltinn yfir markið.Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög