Landslið

U17 karla - Stórsigur í fyrsta leik í undankeppni EM

Ísland vann 5-0 sigur á Kasakstan

22.9.2015

Íslenska landslið skipað leikmönnum 17 ára og yngri vann góðan sigur á Kasakstan fyrr í dag. Leikurinn var liður í undankeppni EM og fór fram á Grindavíkurvelli. 

Jónatan Ingi Jónsson gerði tvö mörk og þeir Alex Þór Hauksson, Ísak Kristjánsson og Atli Hrafn Andrason gerðu sitt markið hver sem tryggði Íslandi 5-0 sigur. 

Í hinum leiknum gerðu Danir og Grikkir markalaust jafntefli og því er Ísland á toppnum með 3 stig en Danir og Grikkir eru með 1 stig. Kasakstan er án stiga.

Næsti leikur Íslands er á fimmtudag þegar liðið mætir Grikklandi á Laugardalsvelli.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög