Landslið

U17 karla - Ísland mætir Grikklandi klukkan 19:15 á Laugardalsvelli

Ísland vann fyrsta leik sinn gegn Kasakstan í undankeppninni

24.9.2015

U17 ára landslið karla leikur í kvöld, fimmtudag, annan leik sinn í undankeppni EM en riðillinn er leikin á Íslandi. Leikurinn í kvöld er gegn Grikkjum sem gerðu 0-0 jafntefli í fyrsta leik sínum í riðlinum. 

Leikurinn í kvöld fer fram á Laugardalsvelli og er frítt á leikinn, við hvetjum alla til að mæta og hvetja strákanna okkar til sigurs í leiknum. Leikurinn hefst klukkan 19:15. 

Hinn leikur dagsins í riðlinum er leikur Danmerkur og Kasakstan en hann fer fram á Kaplakrika klukkan 15:00. Kasakstan er án stiga eftir 5-0 tap gegn Íslandi en Danmörk er með eitt stig eftir jafnteflið við Grikki.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög