Landslið

U17 karla - Jafntefli gegn Grikkjum

Íslandi nægir jafntefli gegn Dönum til að komast í milliriðil

24.9.2015

Ísland gerði í kvöld, fimmtudag, jafntefli við Grikki í undankeppni EM. Leikurinn var skemmtilegur á að horfa en 657 áhorfendur mættu á Laugardalsvöllinn og létu vel í sér heyra. Mark Íslands kom á 50. mínútu en það var Kolbeinn Finnsson sem skoraði markið. 

Grikkir náðu að jafna á 65. mínútu eftir krafs í vítateig Íslands en strákarnir okkar voru nærri því búnir að skora sigurmarkið undir lok leiksins. Bæði lið fengu færi til að sigra leikinn en inn vildi boltinn ekki og ljóst er að Íslendingar þurfa aðeins stig í lokaleiknum gegn Dönum til að tryggja sig áfram í milliriðil. Í hinum leik dagsins unnu Danir 4-1 sigur á Kasakstan.

Ísland leikur við Dani á Nettó-vellinum í Reykjanesbæ á sunnudaginn klukkan 16:00 og hvetjum við alla til að mæta. 

Á sama tíma leik Grikkir við Kasakstan á Grindavíkurvelli.
Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög