Landslið

Þrír af 24 í hópi Tyrkja hjá erlendum félagsliðum

Tveir leika í Þýskalandi og einn er á mála hjá Barcelona á Spáni

6.10.2015

Eins og kunnugt er tekur Ísland á móti Lettlandi í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM karlalandsliða 2016 næstkomandi laugardag.  Þremur dögum síðar fer lokaumferð riðilsins fram og mætir íslenska liðið þá því tyrkneska í Konya i Tyrklandi.  Tyrkneska liðið hafur vaxið eftir því sem á keppnina hefur liðið.  Landsliðsmenn þeirra leika flestir í heimalandinu.


Í 24 manna landsliðshópi Tyrkja, sem tilkynntur var fyrir leikina við Tékkland og Ísland, eru aðeins þrír leikmenn á mála hjá erlendum félagsliðum.  Tveir þeirra leika í Þýskalandi og einn er leikmaður Barcelona á Spáni, Arda Turan, sem er ein helsta stjarna Tyrkja en hefur þó ekki getað leikið fyrir Katalóníuliðið enn sem komið er.  Fimmtán leikmenn samtals koma frá Besiktas, Galatasaray og Fenerbahce.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög