Landslið

U19 karla - Albert Guðmundsson með bæði i sigri á Norður Írum

Ísland mætir Norður Írum aftur á sunnudaginn í Sandgerði

9.10.2015

Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri mætti Norður-Írlandi í vináttuleik á Samsung vellinum í Garðabæ í kvöld, föstudag. Ísland vann 2-0 sigur þar sem Albert Guðmundsson, leikmaður PSV Eindhoven, skoraði bæði mörkin. 

Fyrra markið kom á 75.mínútu þegar hann átti gott skot sem söng í netinu eftir sendingu Óttars Magnúsar Karlssonar sem er á mála hjá Ajax. Seinna markið kom svo í uppbótartíma þar sem Albert skoraði úr vítaspyrnu og innsiglaði tveggja marka sigur Íslands. 

Liðin mætast að nýju á K&G vellinum í Sandgerði á sunnudaginn klukkan 12:00.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög