Landslið

Svekkjandi jafntefli gegn Lettum

Ísland missti niður tveggja marka forystu í seinni hálfleik

10.10.2015

Ísland gerði 2-2 jafntefli við Lettland í undankeppni EM en íslenska liðið missti niður tveggja marka forystu í seinni hálfleik. Kolbeinn Sigþórsson kom Íslandi í 1-0 með marki á 5. mínútu en hann fylgdi þar eftir góðri aukaspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar. 

Gylfi var sjálfur á ferðinni á 27. mínútu þegar hann geystist upp völlinn og skaut glæsilegu skoti í mark Lettlands. 

Hlutirnir litu því mjög vel út þegar blásið var til seinni hálfleiks en þá fór að halla undan fæti. Aleksandrs Cauna minnkaði muninn í 2-1 á 49. mínútu með laglegu skoti sem fór í stöng og inn. Valerijs Sabala jafnaði svo metin á 68. mínútu í 2-2. Íslenska liðið sótti nokkuð stíft það sem eftir lifði leiks en án þess að ná að skora og niðurstaðan jafntefli sem verður að teljast nokkur vonbrigði. 

Næsti leikur Íslands er gegn Tyrkjum á þriðjudaginn en það er lokaleikur Íslands í undankeppni EM. Sætið á Frakklandi er þegar tryggt en liðið stefnir að því að vinna riðilinn.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög