Landslið

Kolbeinn Sigþórsson orðinn næst markahæsti landsliðsmaðurinn

Kolbeinn hefur skorað fleiri mörk en Ríkharður Jónsson

10.10.2015

Kolbeinn Sigþórsson er orðinn næst markahæsti leikmaðurinn í sögu landsliðsins en mark Kolbeins gegn Lettum er hans 18 mark fyrir Ísland en Ríkharður skoraði á sínum ferli 17 mörk.

Kolbeinn er þar að auki einungis 25 ára gamall og á væntanlega eftir að skora nokkur mörk til viðbótar fyrir íslenska landsliðið.

Eiður Smári Guðjohnsen er markahæsti leikmaður landsliðsins en Eiður hefur skorað 25 mörk.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög