Landslið

Ísland heldur toppsætinu í A-riðli

Tékkar töpuðu 0-2 heima gegn Tyrkjum

10.10.2015

Ísland er áfram í toppsæti A-riðils en Tyrkir unnu öruggan 0-2 sigur á Tékkum í Tékklandi. Það þýðir að Ísland er með 20 stig en Tékkar eru með 19 stig. Tyrkir eru því komnir í bílstjórasætið í baráttunni um 3. sætið sem gefur sæti í umspili en Tyrkland leikur við Ísland í lokaleiknum en Holland leikur við Tékka á heimavelli. 

Seinasta umferðin er því orðin ansi snúin og möguleikarnir eru ýmsir. Ef Ísland vinnur Tyrki í lokaumferðinni þá vinnur Ísland riðilinn, ef Holland nær stigi úr seinasta leiknum við Tékka þá vinnur Ísland einnig riðilinn.

 Það er vegna góðrar markastöðu Íslands en við erum með hagstæðan markatölu, við erum með 12 mörk í plús en Tékkar eru með 4 mörk í plús. Ef Tyrkir vinna Ísland og Tékkar vinna Holland þá vinnur Tékkland riðilinn. 

Það sama er upp á teningnum ef Tékkland vinnur sinn leik í Hollandi og Ísland gerir jafntefli í Tyrklandi. Það er samt ansi mikið undir fyrir Holland í lokaleiknum en allt annað en sigur þýðir að þeir eru úr leik og komast ekki á EM þar sem Tyrkir eru 2 stigum fyrir ofan þá fyrir lokaleikinn.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög