Landslið

Byrjunarlið Íslands gegn Tyrkjum í Konya

Ögmundur í markinu - Jón Daði kemur í framlínuna - Aron Einar kominn úr leikbanni

12.10.2015

Þrjár breytingar eru gerðar á byrjunarliði A landsliðs karla, sem mætir Tyrkjum í Konya í kvöld, í lokaumferð undankeppni EM 2016.  Jón Daði Böðvarsson kemur í framlínuna í stað Alfreðs Finnbogasonar, Ögmundur Kristinsson stendur á milli stanganna í stað Hannesar Þórs Halldórssonar, sem meiddist á æfingu á sunnudag, og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson snýr til baka úr leikbanni.

Byrjunarlið Íslands

Markvörður

Ögmundur Kristinsson

Bakverðir

Birkir Már Sævarsson og Ari Freyr Skúlason

Miðverðir

Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson

Kantmenn

Birkir Bjarnason og Jóhann Berg Guðmundsson

Tengiliðir

Aron Einar Gunnarsson (fyrirliði) og Gylfi Þór Sigurðsson

Framherjar

Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög