Landslið

Tap gegn Tyrklandi - Tyrkir komust beint á EM

1-0 tap niðurstaðan í Konya

13.10.2015

Ísland tapaði 1-0 gegn Tyrkland í kvöld en leikið var í Konya. Leikurinn var heilt yfir heldur bragðdaufur þrátt fyrir magnaða stemningu á áhorfendapöllunum. Jafnræði var á með liðunum í fyrri hálfleik en heimamenn voru mun meira með boltann en Ísland átti ágætar skyndisóknir. 

Eftir markalausan fyrri hálfleik þá fór að hitna aðeins í kolunum og á 78. mínútu var Gökhan Töre vikið af velli fyrir að sparka Jón Daða Böðvarsson niður þegar Íslands reyndi að komast í skyndisókn. Ísland nýti sér liðsmuninn ekki en á 89. mínútu fengu Tyrkir aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig sem Selcuk Inan tók en hann skoraði beint úr aukaspyrnunni en Ögmundur Kristinsson var nálægt því að verja boltann. 

Ekkert annað mark leit dagsins ljós að niðurstaðan 1-0 jafntefli sem verður að teljast sanngjarn miðað við gang leiksins. 

Það var ljóst fljótlega eftir leik að Tyrkir höfðu tryggt sér sæti beint á EM með góðum árangri í 3. sætinu og allt ætlaði um koll að keyra eftir leikinn. Við óskum Tyrkjum til hamingju með sætið á EM.
Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög