Landslið
Mynd frá Marc Boal

U21 karla - Markalaust í Skotlandi

Ísland er ennþá á toppi riðilsins með 11 stig

13.10.2015

Íslenska U21-landsliðið gerði markalaust jafntefli við Skotland í Aberdeen en leikurinn þótti heldur rólegur. Frederik Schram, markmaður, átti góðan leik en Skotar sóttu heldur meira en íslensku strákarnir í leiknum. Ísland er með ellefu stig eftir fimm leiki og hefur enn ekki beðið ósigur. 

Næsti leikur liðsins verður ekki fyrr en í lok mars, útileikur gegn Makedóníu. Skotar eru með fjögur stig að loknum þremur leikjum.  Í millitíðinni fara fram fjórír leikir í riðlinum og getur staðan verið nokkuð mikið breytt að þeim loknum.  Frakkar geta komist á toppinn með sigri í sínum tveimur leikjum í þeim mánuði.

Mynd frá Marc Boal


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög