Landslið

Uppgjör UEFA á undankeppni EM 2016

Gylfi í liði undankeppninnar - Sigurinn á Hollandi bestu úrslit keppninnar

15.10.2015

UEFA hefur birt uppgjör af ýmsu tagi í tengslum við lok riðlakeppninnar fyrir EM karlalandsliða 2016 og á íslenska landsliðið sína fulltrúa þar.  Gylfi Þór Sigurðsson var valinn í úrvalslið keppninnar, Ragnar Sigurðsson er einn fárra leikmanna sem lék allar mínútur í öllu leikjum síns liðs, og bestu úrslit keppninnar voru valin eins marks sigur Íslands á Hollandi í Amsterdam.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög