Landslið

A landslið karla leikur við Pólverja og Slóvaka í nóvember

Tveir vináttulandsleikir - undirbúningur fyrir EM 2016 kominn á fulla ferð

15.10.2015

A landslið karla mun leika tvo vináttulandsleiki í nóvember og hafa mótherjarnir nú verið staðfestir.  Fyrst verður leikið gegn Póllandi í Varsjá þann 13. nóvember, og fjórum dögum síðar, þann 17. nóvember, leikur íslenska liðið við Slóvakíu í Zilina.


Þetta eru fyrstu tveir leikir íslenska liðsins í undirbúningi fyrir úrslitakeppni EM 2016 og er sá undirbúningur nú kominn á fulla ferð. Pólverjar og Slóvakar verða á meðal þátttökuþjóða í Frakklandi næsta sumar, eins og Íslendingar.

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög