Landslið

Leikir í undankeppni EM 2017 framundan

A landslið kvenna leikur tvo leiki á Balkanskaganum á næstu dögum

20.10.2015

Það eru leikir í undankeppni EM kvennalandsliða 2017 framundan á á næstu dögum leikur A landslið kvenna tvo leiki á Balkanskaganum.  Fyrst er leikið gegn Makedóníu á fimmtudag og svo gegn Slóveníu mánudaginn 26. okt.   Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á RÚV.Aðeins tveimur leikjum er lokið í keppninni og því of snemmt að segja til um hvaða þjóðir taka forystu í riðlinum, en þó er ljóst að íslenska liðið ætlar sér að vera með fullt hús stiga eftir þessa leiki.  Liðið er nú þegar búið að landa einum sigri, gegn Hvít-Rússum í síðasta mánuði.

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög