Landslið

U17 kvenna tapaði seinasta leiknum í riðlinum

Ísland er komið áfram í næsta umferð með 6 stig

27.10.2015

U17 ára landslið kvenna tapaði 2-0 gegn Finnum í lokaleik fyrri undankeppni EM 2016. Finnar unnu leikinn 2-0 með mörkum sem komu í sitt hvorum hálfleiknum. 

Ísland er samt komið í næstu riðlakeppni en tvö lið fara áfram úr riðlinum og það eru þá Finnar með 9 stig og Ísland með 6 stig. 

Lokastaðan í riðlunum varð þannig að Finnar enda með 9 stig, Ísland 6 stig, Svartfjallaland 3 stig og Færeyjar ekkert stig.

Það er því ljóst að Ísland verður í pottinum þegar dregið er í seinni undankeppnina en þaðan fer efsta liðið beint í lokakeppnina sem og liðin með besta árangur í 2. sæti ásamt gestgjafanum sem að þessu sinni er Hvíta Rússland.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög