Landslið

Ísland niður um 8 sæti á heimslista FIFA

Íslenska liðið er sem stendur í 31. sæti listans

5.11.2015

Karlalandsliðið féll um 8 sæti á heimslista FIFA sem birtur var í morgun. Tap gegn Tyrkjum og jafntefli gegn Lettum gera þetta að verkum en þess má geta að Tyrkir fóru upp um 19 sæti á listanum. 

Ísland er ennþá efst af Norðurlandaþjóðunum en Dan­ir eru í 35. sæti, Sví­ar í 45., Norðmenn í 46. sæti, Finn­ar í 56. og Fær­ey­ing­ar í 89. sæti af þeim 209 þjóðum sem eru á list­an­um. 

Belgía tyllti sér á toppinn á listanum í fyrsta skipti en Þýskaland kemur svo næst og þá Argentína.

Smelltu hérna til að sjá heimslista FIFA.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög