Landslið

Markahrókurinn Lewandowski í pólska hópnum

Lewandoski hefur skorað 14 mörk fyrir Bayern Munchen á tímabilinu

9.11.2015

A landslið karla mætir Pólverjum í vináttuleik á föstudaginn en leikurinn er liður í undirbúningi liðsins fyrir EM í Frakklandi. Pólverjar hafa á að skipa feykilega sterku liði sem hafnaði í 2. sæti í D-riðli þar sem heimsmeistarar Þjóðverja tóku toppsætið. 

Pólska liðið hefur því tryggt sér sæti á lokakeppni EM eins og Ísland. Sá leikmaður sem er hvað þekktastur í pólska liðinu er Robert Lewandowski sem leikur með Bayern München í Þýskalandi. Þessi 27 ára leikmaður hefur á tímabilinu skorað 14 deildarmörk en hann er markahæstur í þýsku úrvalsdeildinni ásamt Pierre-Emerick Aubameyang, leikmanni Dortmund. 

Þá hefur Lewandowski verið iðinn við kolann í markaskorun í öðrum keppnum eins og Meistaradeild Evrópu og þýska bikarnum. Lewandowski hefur skorað 32 mörk fyrir pólska landsliðið en hann hefur leikið 72 leiki fyrir landslið sitt. Lewandowski er fyrirliði pólska landsliðsins. 

Annar leikmaður sem er gríðarlega sterkur er Jakub Błaszczykowski sem leikur með Fiorentina. Błaszczykowski er 29 ára gamall og lék með Dortmund í Þýskalandi áður en hann var lánaður til Ítalíu þar sem hann hefur leikið einstaklega vel. Błaszczykowski hefur leikið 72 leiki fyrir pólska landsliðið og skorað í þeim 15 mörk.

Pólski hópurinn sem mætir ÍslandiMót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög