Landslið

Gunnar Jarl dæmir í U19 karla - Þóroddur dæmir hjá U21 í Danmörku

Gunnar Jarl og Birkir eru meðal dómara í riðlinum

12.11.2015

Gunnar Jarl Jónsson, dómari, og Birkir Sigurðarson, aðstoðardómari, eru meðal dómara sem dæma í riðlakeppni í U19 karla. 

Riðillinn er leikinn á Írlandi en liðinn sem leika eru Írland, Skotland, Lettland og Slóvenía.

Félagarnir dæma leik Skotlands og Lettlands annarsvegar og leik Slóveníu og Skotlands. 

Þá dæmir Þóroddur Hjaltalín U21 leik Danmerkur og Armeníu þann 17. nóvember. Með honum eru Gunnar Sverrir Gunnarsson, Frosti Viðar Gunnarsson og Vilhjálmur Almar Þórarinsson.Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög