Landslið

A landslið karla til Abu Dhabi í janúar

Æfingabúðir dagana 10.- 17. janúar 2016 - Tveir vináttulandsleikir

18.11.2015

Undirbúningur fyrir úrslitakeppni EM karlalandsliða 2016 heldur áfram í janúar og getur KSÍ nú staðfest að A landslið karla mun halda í æfingabúðir til Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum dagana 10.- 17. janúar, þar sem leiknir verða tveir vináttulandsleikir.  

Staðfest er að leikið verður við Finna 13. janúar, og stefnt er að öðrum leik 16. janúar, en mótherjinn er ekki staðfestur.   Bàðir leikirnir verða sýndir í beinni sjónvarpsútsendingu hjà RÚV. 

Þar sem ekki er um alþjóðlega leikdaga að ræða er ljóst að ekki eiga allir þeir leikmenn, sem leika með erlendum félagsliðum, möguleika á að taka þátt í þessu verkefni.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög