Landslið

Sex breytingar milli leikja

Byrjunarlið A karla í vináttulandsleiknum gegn Slóvakíu

17.11.2015

A landslið karla mætir Slóvakíu í vináttuleik í Zilina í kvöld, þriðjudagskvöld.  Leikurinn hefst kl. 19:45 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á RÚV HD.  Byrjunarlið íslenska liðsins hefur verið opinberað og gera þjálfararnir sex breytingar frá leiknum við Pólland á föstudag.  Þrjár breytingar eru í varnarlínunni, tvær á miðjunni og ein í framlínunni.  


Kári Árnason og Sverrir Ingi Ingason taka við miðvarðastöðunum af Ragnari Sigurðssyni og Hólmari Erni Eyjólfssyni og Haukur Heiðar Hauksson kemur í hægri bakvörðinn í stað Birkis Más Sævarssonar.  

Rúnar Már Sigurjónsson, sem kom inn á í hálfleik fyrir Aron Einar Gunnarsson í leiknum við Pólland, byrjar leikinn á miðjunni og Jóhann Berg Guðmundsson verður á kantinum.  Birkir Bjarnason færir sig inn à miðjuna í stað Gylfa Þórs Sigurðssonar. 

Loks fer Alfreð Finnbogason upp á topp við hlið Kolbeins Sigþórssonar í stað Jóns Daða Böðvarssonar, en Alfreð kom reyndar inn á snemma leiks gegn Póllandi fyrir Kolbein, sem varð fyrir meiðslum í aðdraganda vítaspyrnunnar sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði úr. 

Byrjunarlið Íslands gegn Slóvakíu

Markvörður

Ögmundur Kristinsson

Bakverðir

Haukur Heiðar Hauksson og Ari Freyr Skúlason

Miðverðir

Kári Árnason og Sverrir Ingi Ingason

Miðjumenn

Birkir Bjarnason og Rúnar Már Sigurjónsson

Kantmenn

Arnór Ingvi Traustason og Jóhann Berg Guðmundsson

Framherjar

Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Sigþórsson (fyrirliði)

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög