Landslið

U17 og U19 karla – Riðlar fyrir undankeppni EM 2017

Drátturinn fór fram á höfuðstöðvum UEFA í Nyon

3.12.2015

Það var dregið í undankeppni EM hjá U17 og U19 liðum karla í höfuðstöðvum UEFA í morgun, fimmtudag. Bæði lið hefja leik haustið 2016 en lokakeppnirnar fara fram sumarið 2017. 

U17 leikur í riðli með Ísrael, Möltu og Póllandi í undanriðil fyrir EM 2017. Forkeppnin fer fram haustið 2016 en milliriðlar eru leiknir um vorið 2017. Lokakeppnin fer svo fram sumarið 2017 í Króatíu 

Undanriðil Íslands verður leikinn í Ísrael.

U19 leikur með Úkraínu, Tyrklandi og Lettlandi í undanriðli fyrir EM 2017. Forkeppnin er leikin haustið 2016 en milliriðill er um vorið 2017. 

Lokakeppnin fer fram í Georgíu og fer hún fram sumarið 2017. 

Undanriðillinn hjá U19 liðinu verður leikin í Úkraínu.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög