Landslið

Hvaða liðum mætir Ísland á lokakeppni EM?

Drátturinn hefst klukkan 17:00 í París

12.12.2015

Það er dregið í riðla fyrir lokakeppni EM í Frakklandi í dag, laugardag. Það kemur því í ljós milli klukkan 17 og 18 hvaða lið leika við Ísland í Frakklandi. Drátturinn fer fram í París og er Skjárinn með beina útsendingu frá viðburðinum.

Hvaða lið eru í pottunum?

Þau lið sem hafa tryggt sér sæti í lokakeppninni eru ÍSLAND, Albanía, Austurríki, Belgía, Króatía, Tékkland, England, Frakkland (gestgjafar), Þýskaland, Ungverjaland, Ítalía, Norður Írland, Pólland, Portúgal, Írland, Rúmenía, Rússland, Slóvakía, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Tyrkland, Úkraína og Wales. Alls 24 lið.

Liðin eru í fjórum styrkleikaflokkum í drættinum og fara Frakkar í A-riðil sem gestgjafar. Styrkleikaflokkarnir eru svona:

Styrkleikaflokkur 1:  Frakkland (gestgjafar), Spánn (Evrópumeistarar), Þýskaland, England, Portúgal og Belgía.

Styrkleikaflokkur 2: Ítalía, Rússland, Sviss, Austurríki, Króatía og Úkraína.

Styrkleikaflokkur 3: Tékkland, Svíþjóð, Pólland, Rúmenía, Slóvakía og Ungverjaland.

Styrkleikaflokkur 4: Ísland, Tyrkland, Írland, Wales, Albanía og Norður-Írland.

(Lið úr sama styrkleikaflokki geta ekki dregist saman)

Dregið verður í sex riðla. Tvö efstu liðin úr hverjum riðli fara beint áfram í 16-liða úrslit ásamt fjórum liðum með bestan árangur í 3. sæti riðlanna. Þar tekur við útsláttarkeppni en þau lið sem komast áfram fara í 8-liða úrslit o.s.frv.Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög