Landslið

Ísland með Portúgal, Ungverjalandi og Austurríki í F-riðli á EM

Dregið var í riðla í lokakeppni EM í París

12.12.2015

Ísland leikur með Portúgal, Ungverjalandi og Austurríki í F-riðli í lokakeppni EM en dregið var í riðla í París í dag.  

Ísland leikur því fyrsta leik sinn gegn Portúgal þann 14. júní í Saint Etienne, gegn Ungverjum þann 18. júní í Marseille og loks gegn Austurríki í París þann 22. júní.

Leikir Íslands:

14. júní: Ísland - Portúgal (Saint Etienne - Stade Geoffroy Guichard)

18. júní: Ísland - Ungverjaland (Marseille - Stade Vélodrome)

22. júní: Ísland - Austurríki (París - Stade de France 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög