Landslið

Vináttuleikur við Sameinuðu arabísku furstadæmin 16. janúar

Annar leikurinn í æfingaferð íslenska liðsins til Abu Dhabi

14.12.2015

KSÍ hefur komust að samkomulagi við Knattspyrnusamband Sameinuðu arabísku furstadæmanna um vináttuleik A landsliðs karla í Abu Dhabi þann 16. janúar. 

Áður hafði verið staðfestur vináttuleikur Íslands og Finnlands í sömu borg og fer sá leikur fram 13. janúar. Um er að ræða fyrsta verkefni A landsliðs karla á nýju ári. Með þessu samkomulagi liggur fyrir að íslenska liðið leikur þrjá vináttuleiki í janúar, fyrrgreinda leiki í Abu Dhabi auk leiks við Bandaríkin 31. janúar í Los Angeles. Enginn leikjanna fer fram à alþjóðlegum leikdegi. 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög