Landslið

Miðapantanir á úrslitakeppni EM einungis á miðasöluvef UEFA

Aðrir aðilar en UEFA hafa ekki leyfi til að selja miða á leiki keppninnar

14.12.2015

Eins og mörgum er kunnugt þá er búið að opna fyrir miðapantanir á leiki úrslitakeppni EM í Frakklandi 2016, þ.m.t. á leiki Íslands í keppninni.  Allar upplýsingar um ferlið er hægt að finna á miðasöluvef UEFA þar sem einnig er sótt um miða.

Við biðjum fólk um að fara varlega þegar farið er að panta miða á netinu og ganga vel úr skugga um að aðeins sé sótt um í gegnum miðasöluvef UEFA.  Eins og oft er í kringum stóra viðburði, þá eru heimasíður sem eru að bjóða til sölu miða á leiki úrslitakeppni EM í Frakklandi.

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, leggur mikla áherslu á að koma þeim upplýsingum til stuðningsmanna þjóðanna að einungis er hægt að panta miða í gegnum UEFA, aðrir aðilar hafi ekki leyfi til að bjóða til sölu miða á keppnina.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög