Landslið

U17 kvenna - Ísland leikur tvo leiki við Skotland í febrúar

Leikið verður 2. og 4. febrúar í Egilshöll

18.12.2015

Knattspyrnusambönd Íslands og Skotlands hafa komist að samkomulagi um að U17 kvennalandslið þjóðanna spili æfingaleiki á Íslandi í byrjun febrúar 2016. 

Leikirnir eru undirbúningur liðanna fyrir milliriðla Evrópumótsins sem leiknir eru í mars. 

Fyrri leikurinn verður þriðjudaginn 2. febrúar klukkan 19:15 og sá seinni fimmtudaginn 4. febrúar klukkan 13:00. 

Báðir leikirnir fara fram í Egilshöll.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög