Landslið

Aron Einar, Gylfi Þór og Sara Björk meðal tilefndra sem íþróttamaður ársins 2015

Kjörið verið kunngert þann 30. desember

23.12.2015

Samtök íþróttafréttamanna hafa tilnefnt 10 íþróttamenn í kjörinu um íþróttamann ársins 2015. Knattspyrnan á fulltrúa á listanum en meðal tilnefndra eru Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Sara Björk Gunnarsdóttir. 

Þá er karlalandsliðið tilnefnt sem lið ársins og Heimir Hallgrímsson sem þjálfari ársins. 

Sara Björk Gunnarsdóttir varð á árinu meistari með sænska liðinu Rosengård en Sara er fyrirliði liðsins. Liðið er einnig komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar.  Sara lék alla leiki Íslands í undankeppni EM en íslenska liðið er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki.

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea, var einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins sem tryggði sér sæti í lokakeppni EM í Frakklandi. Þá var hann valinn í úrvalslið undankeppninnar. Gylfi var útnefndur íþróttamaður ársins árið 2013.

Aron Einar Gunnarsson, leikmaður Cardiff, lék stórt hlutverk með íslenska landsliðinu í undankeppni EM en Aron er fyrirliði landsliðsins.

Það eru Sam­tök íþróttaf­rétta­manna sem út­nefna íþrótta­mann árs­ins í sex­tug­asta skipti í ár en kjör­inu verður lýst í Silf­ur­bergi í Hörpu næsta miðviku­dags­kvöld, 30. des­em­ber. At­kvæði í kjör­inu hafa verið tal­in og all­ir 26 fé­lags­menn í Sam­tök­um íþróttaf­rétta­manna nýttu at­kvæðis­rétt sinn. Þeir kjósa ekki aðeins íþrótta­mann árs­ins, held­ur einnig lið árs­ins og þjálf­ara árs­ins. 

Jón Arn­ór Stef­áns­son körfuknatt­leiksmaður er hand­hafi titils­ins en hann var kjör­inn íþróttamaður árs­ins 2014.

Íþróttamaður árs­ins:

Aníta Hinriks­dótt­ir, frjálsíþrótt­ir

Aron Ein­ar Gunn­ars­son, knatt­spyrna

Eygló Ósk Gúst­afs­dótt­ir, sund

Fann­ey Hauks­dótt­ir, kraft­lyft­ing­ar

Guðjón Val­ur Sig­urðsson, hand­knatt­leik­ur

Gylfi Þór Sig­urðsson, knatt­spyrna

Helgi Sveins­son, íþrótt­ir fatlaðra

Hrafn­hild­ur Lúth­ers­dótt­ir, sund

Jón Arn­ór Stef­áns­son, körfuknatt­leik­ur

Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir, knatt­spyrna               

Lið árs­ins:       

A-landslið karla í knatt­spyrnu

A-landslið karla í körfuknatt­leik

Kvennalið Stjörn­unn­ar í hóp­fim­leik­um 

Þjálf­ari árs­ins:

Al­freð Gísla­son

Heim­ir Hall­gríms­son

Þórir Her­geirs­son


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög