Landslið

Íslenskur sigur gegn Finnlandi í Abu-Dhabi

Ísland vann 1-0 sigur í fyrri leik sínum í Abu-Dhabi

13.1.2016

Íslenska karlalandsliðið vann í dag 1-0 sigur á Finnlandi í vináttulandsleik en leikið var í Abu-Dhabi. Þar sem ekki er um ræða alþjóðlega landsleikjadaga þá er íslenska liðið skipað leikmönnum frá Norðurlöndunum, Kína og Rússlandi. 

Eina mark leiksins kom á 17. mínútu en það var Arnór Ingvi Traustason sem skoraði markið. Bæði lið áttu nokkur góð marktækifæri en þegar upp var staðið var mark Arnórs það eina í leiknum og íslenskur sigur því staðreynd. 

Íslenska liðið leikur aftur í Abu-Dhabi á laugardaginn gegn Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum og verður sá leikur einnig í beinni útsendingu á RÚV.

Leiksskýrsla úr leiknum.

Viðtöl úr leiknum má finna á Facebook-síðu KSÍ.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög