Landslið

A karla - Ísland mætir Noregi í júní

Leikurinn er hluti af undirbúningi landsliðsins fyrir EM í Frakklandi

14.1.2016

Knattspyrnusamband Íslands og Knattspyrnusamband Noregs hafa gert samkomulag um að A-landslið karla leiki vináttulandsleik 1. júní. 

Gert er ráð fyrir að leikurinn fari fram á Ullevaal leikvanginum í Osló. 

Íslenska landsliðið leikur vináttulandsleik við Grikki í Aþenu þann 29. mars en áður mun liðið leika ytra vináttulandsleik 24. mars og verður tilkynnt um mótherja á næstu dögum. 

Seinasti vináttulandsleikur Íslands fyrir EM fer væntanlega fram 6. júní en allir þessir leikir eru hluti af undirbúningi liðsins fyrir EM í Frakklandi.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög