Landslið

Umsóknarglugga fyrir miða í svæði stuðningsmanna Íslands á EM-leiki lokað

Þeir sem sóttu um miða fá svar frá UEFA fyrir 29. febrúar

18.1.2016

Það er búið að loka umsóknarglugganum vegna miða á leiki Íslands á EM í Frakklandi, þ.e. í þau svæði sem ætluð eru stuðningsmönnum íslenska liðsins. Þúsundir Íslendinga sóttu um miða en UEFA mun svara þeim sem sóttu um fyrir 29. febrúar. 

Það er mikilvægt að sjá til þess að greiðslukortið sem notað var við umsóknina sé gilt og með nægri heimild en komi upp vandamál þegar miðarnir eru gjaldfærðir á kortið þá ógildast miðaumsóknin.

Hægt er að fylgjast með miðaumsókninni á miðavef UEFA.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög