Landslið

Umsóknargluggi fyrir almenna miða á EM opnaður

Hægt er að sækja um miða á alla leiki EM

18.1.2016

Íslendingar búsettir hérlendis sem erlendis, sem og erlendir ríkisborgarar búsettir hérlendis, gátu sótt um miða á leiki Íslands á EM 2016 til 18. janúar, í svæði á leikvangi sem voru sérstaklega ætluð stuðningsmönnum Íslands.  


UEFA hefur nú opnað að nýju fyrir almennar umsóknir á alla leiki, og nú geta áhugasamir knattspyrnuunnendur um allan heim sótt um miða á leiki keppninnar.  Íslenskir stuðningsmenn hafa ekki lengur forgang varðandi umsóknir um miða á leiki Íslands.  


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög