Landslið

A landslið karla kveður með heimaleik

Leikið gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli 6. júní

22.1.2016

KSÍ hefur komist að samkomulagi við Knattspyrnusamband Liechtenstein um vináttuleik A landsliðs karla á Laugardalsvelli mánudaginn 6. júní, áður en íslenska liðið heldur til Frakklands fyrir úrslitakeppni EM 2016.  

Eins og gefur að skilja verður þetta síðasti vináttuleikur liðsins fyrir keppnina, en áður hefur verið tilkynnt um vináttuleiki á alþjóðlegum leikdögum við Danmörku í Herning 24. mars, Grikkland í Aþenu 29. mars og við Noreg í Osló 1. júní.

Leikmenn og stuðningsmenn íslenska liðsins fá því tækifæri til að kveðjast á heimavelli áður en haldið er í víking til Frakklands.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög