Landslið

A landslið karla sem mætir Bandaríkjunum 31. janúar

Fimm nýliðar – sex leikmenn frá Svíþjóð

25.1.2016

A landslið karla mætir Bandaríkjunum í vináttuleik í Los Angeles 31. janúar næstkomandi.  Leikurinn fer fram á StubHub Center leikvanginum í Carson og hefst kl. 20:45 að íslenskum tíma.  Fimm leikmenn í hópnum tóku einnig þátt í fyrra janúarverkefni liðsins, en líkt og þá koma flestir leikmennirnir frá félagsliðum á Norðurlöndunum. 

Af 18 leikmönnum í hópnum leika fjórir með íslenskum félagsliðum, þar af nýliðarnir Ævar Ingi Jóhannesson og Aron Sigurðarson.  

Gunnleifur Gunnleifsson var í landsliðshópnum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eins og Garðar Gunnlaugsson, sem lék þar sinn fyrsta A-landsleik.  

Fjórir leikmenn koma frá Danmörku, þar á meðal liðsfélagarnir frá OB, þeir Ari Freyr Skúlason og Hallgrímur Jónasson.  

Sex leikmenn koma frá Svíþjóð, þar af þrír frá Hammarby – markvörðurinn Ögmundur Kristinsson, Birkir Már Sævarsson og Arnór Smárason.  

Þá kemur Hjörtur Hermannsson, leikmaður PSV, inn í hópinn nú, sem og Diego Jóhannesson, sem leikur með Real Oviedo á Spáni.  Báðir eru þeir nýliðar og telur hópurinn alls fimm slíka, þar á meðal Aron Elís Þrándarson, sem leikur með Ålesund í Noregi.

Landsliðshópur Íslands

Nr Markmenn Fæddur Tímabil L M Félag
12 Gunnleifur Gunnleifsson 1975 2000-2014 26   Breiðablik
1 Ögmundur Kristinsson 1989 2014-2015 7   Hammarby
             
  Varnarmenn          
2 Birkir Már Sævarsson 1984 2007-2015 54   Hammarby
23 Ari Freyr Skúlason 1987 2009-2015 39   OB
3 Hallgrímur Jónasson 1986 2018-2015 14 3 OB
5 Jón Guðni Fjóluson 1989 2010-2015 7   IFK Norrköping
14 Diego Jóhannesson 1993       Real Oviedo
4 Hjörtur Hermannsson 1995       PSV
             
  Miðjumenn          
10 Arnór Smárason 1988 2008-2014 17 2 Hammarby
8 Rúnar Már Sigurjónsson 1990 2012-2016 8 1 Sundsvall
6 Guðmundur Þórarinsson 1992 2015 1   FCN
17 Kristinn Steindórsson 1990 2015 1   Sundsvall
7 Aron Sigurðarson 1993       Fjölnir
18 Ævar Ingi Jóhannesson 1995       KA
             
  Sóknarmenn          
22 Eiður Smári Guðjohnsen 1978 1996-2016 83 25 (Án félags)
11 Kjartan Henry Finnbogason 1986 2011-2016 3   Horsens
9 Garðar Gunnlaugsson 1983 2016 1   ÍA
15 Aron Elís Þrándarson 1994       Aalesund FK

Liðsstjórn - Hlutverk

  • Heimir Hallgrímsson - Þjálfari
  • Lars Lagerbäck - Þjálfari
  • Guðmundur Hreiðarsson - Markvarðaþjálfari
  • Sveinbjörn Brandsson - Læknir
  • Friðrik Ellert Jónsson - Sjúkraþjálfari
  • Stefán Stefánsson - Sjúkraþjálfari
  • Sigurður Sv. Þórðarson - Búningastjóri
  • Ómar Smárason - Fjölmiðlafulltrúi
  • Gunnar Gylfason - Starfsmaður


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög