Landslið
Jefrey Solis

Dómarakvartett frá Kosta Ríka

Jeffrey Solis dæmir vináttuleik BNA og Íslands á sunnudag

29.1.2016

Dómararnir í vináttulandsleik Bandaríkjanna og Íslands á sunnudag koma frá Kosta Ríka.  Dómari verður Jeffrey Solis, 41 árs dómari með mikla reynslu.  Aðstoðardómarar verða samlandar hans, þeir Warner Castro og Carlos Fernandez, og fjórði dómari verður Ricardo Montero.

Leikurinn fer fram á StubHub Center í Carson, Los Angeles, og hefst kl. 20:45 að íslenskum tíma (beint á RÚV2).


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög