Landslið
StubHub Center

Búist við um 10.000 áhorfendum

Leikurinn hefst kl. 21:08 að íslenskum tíma - beint á RÚV2

31.1.2016

A landslið karla mætir liði Bandaríkjanna í vináttulandsleik í Carson, Los Angeles á sunnudag.  Á sjöunda þúsund miða hafa selst á leikinn, en leikvangurinn sem leikið verður á, StubHub Center, heimavöllur LA Galaxy sem leikur í MLS-deildinni, tekur 27.000 manns í sæti.  Fulltrúar Knattspyrnusambands Bandaríkjanna telja að um 10 þúsund manns verði á leiknum, en slá þó þann varnagla að spáð er mikilli rigningu á leikdegi, sem mun að öllum líkindum hafa mikil áhrif á aðsóknina.

Leiktímanum hefur verið breytt að beiðni bandaríska sjónvarpsrétthafans, ESPN, og hefst leikurinn nákvæmlega kl. 21:08 að íslenskum tíma (beint á RÚV2), en áður var leikurinn settur á kl. 20:45. 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög