Landslið

U17 kvenna - Öruggur sigur á Skotum

Liðin mætast aftur á fimmtudaginn í Egilshöll

2.2.2016

Stelpurnar í U17 ára landsliði Íslands unnu í kvöld, þriðjudag, öruggan 3-0 sigur á Skotlandi í vináttulandsleik. Íslenska liðið lék agaðan fótbolta og gaf ekkert eftir í leiknum. 

Fyrsta mark leiksins kom á 8. mínútu en þá skallaði Ásdís Karen Halldórsdóttir boltann í markið eftir hornspyrnu. Íslenska liðið pressaði stíft á skosku leikmennina nær allan leikinn en næsta mark lét aðeins á sér standa en kom það þó um síðir. Á 68. mínútu skoraði Hlín Eiríksdóttir laglegt mark og það var svo Sólveig Jóhannesdóttir Larsen sem gulltryggði íslenskan 3-0 sigur með marki á 78. mínútu leiksins. 

Liðin mætast aftur í Egilshöll á fimmtudaginn og verður blásið til leiks klukkan 13:00. Frítt er á leikinn og hvetjum við alla til að fjölmenna og styðja við bakið á stelpunum okkar. 

Smelltu hérna til að skoða myndir frá leiknum í kvöld.Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög