Landslið

Ísland í 38. sæti á heimslista FIFA

Ísland fellur um 2 sæti frá seinasta lista

4.2.2016

Karlalandsliðið er í 38. sæti á heimslista FIFA sem var birtur í dag. Liðið fellur um tvö sæti frá seinasta lista en af Norðurlandaþjóðunum eru Svíar eina liðið sem er fyrir ofan Ísland. Sænska liðið er í 35. sætinu og fellur um eitt sæti frá seinasta lista. 

Danmörk er í 40. sæti, Finnar í 47. sæti, Noregur er í 50. sætinu og Færeyingar eru í 94. sæti listans.

Belgar eru enn á toppnum en efstu 18 sæti listans breytast ekki frá seinasta lista. 

Smelltu hérna til að sjá heimslista FIFA. 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög