Landslið

Miðasala á Danmörk - Ísland 24. mars

Opnað hefur verið fyrir miðasölu á leikinn

8.2.2016

A landslið karla leikur tvo vináttulandsleiki í mars, fyrst gegn Dönum í Herning 24. mars og síðan gegn Grikkjum í Aþenu 29. mars.  Opnað hefur verið fyrir miðasölu á leikinn við Dani. 

Miðasalan fer fram í gegnum miðasöluvef danska knattspyrnusambandsins, www.billetsalg.dbu.dkStuðningsmenn Íslands sem hyggjast mæta á leikinn eru hvattir til að kaupa miða í svæði sem merkt er “Udehold” og er á milli “Nord Tribune” og "Øst Tribune”.  Á miðasöluvefnum undir hlekknum hér að framan er hægt að skoða upplýsingar um verð og fleira.

Leikurinn fer fram á MCH-leikvanginum í Herning, sem er heimavöllur FC Midtjylland.  Leikvangurinn tekur alls 11.500 áhorfendur og þar af 7.300 í sæti.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög